Fótbolti

Hver var bestur á HM?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wesley Sneijder kemur til greina.
Wesley Sneijder kemur til greina.

FIFA hefur gefið út lista yfir þá tíu leikmenn sem koma til greina í vali á besta leikmanni HM 2010.

Það er fátt sem kemur þar á óvart. Spánverjar eiga þrjá fulltrúa - Xavi, Iniesta og Davild Villa - á topp tíu.

Hollendingarnir Wesley Sneijder og Arjen Robben eru líka á listanum sem og Þjóðverjarnir Bastian Schweinsteiger og Mesut Özil.

Úrúgvæinn "Deadly" Diego Forlan er að sjálfsögðu á listanum sem og Lionel Messi og Ganamaðurinn Asamoah Gyan.

Besti ungi leikmaðurinn fær einnig verðlaun og þar stendur valið á milli Þjóðverjans Thomas Muller, Mexíkóans Giovani Dos Santos og Ganamannsins Andre Ayew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×