Enski boltinn

Gerrard frá í 3-4 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard verður frá næstu 3-4 vikurnar eftir að hann meiddist aftan á læri í leik með enska landsliðinu í gær.

Gerrard meiddist undir lok leiksins og eru forráðamenn Liverpool æfir yfir því að hann hafi spilað svo lengi í leiknum, þvert gegn þeim loforðu sem Fabio Capello landsliðsþjálfari hafi gefið þeim.

Gerrard mun missa af næstu leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem og síðustu tveimur leikjunum í K-riðli Evrópukeppninnar, gegn Steaua Búkarest og Utrecht.

Liverpool er þó á toppi riðilsins og þarf bara eitt stig til viðbótar til að komast áfram í 32-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×