Enski boltinn

Martin O'Neill: Óskiljanleg ákvörðun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Það er Sir Alex Ferguson sem fær að geyma deildabikarinn áfram í sinni vörslu.
Það er Sir Alex Ferguson sem fær að geyma deildabikarinn áfram í sinni vörslu.

„Um allan heim er það viðurkennt held ég að þarna hefðu þeir átt að missa mann af velli," segir Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa.

Hann var allt annað en sáttur við ákvörðun dómarans Phil Dowd sem rak ekki Nemanja Vidic af velli snemma leiks gegn Manchester United í úrslitum deildabikarsins.

Vidic var aftasti varnarmaður og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Þetta var óskiljanleg ákvörðun hjá annars góðum dómara leiksins. Þetta verður orðið gleymt og grafið eftir nokkrar vikur en ákvörðunin var slæm," segir O'Neill. Aston Villa komst yfir í leiknum en United skoraði svo tvívegis og tryggði sér titilinn annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×