Enski boltinn

Ákvörðun Rooney kom Ancelotti ekki á óvart

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það héldu margir að Wayne Rooney væri á leiðinni til Chelsea er hann lýsti því yfir að hann vildi yfirgefa Man. Utd.

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir aftur á móti að það komi sér ekki neitt á óvart að Rooney verði áfram í herbúðum Man. Utd.

"Þetta kemur mér alls ekki á óvart. Man. Utd er eflaust ánægt að halda frábærum leikmanni í sínum röðum. Hann hefur staðið sig frábærlega hjá félaginu og mun gera það áfram," sagði Ítalinn yfirvegaður sem fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×