Enski boltinn

Hughes: Fáránleg tækling

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Moussa Dembele er hér borinn af velli í gær.
Moussa Dembele er hér borinn af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images
Mark Hughes, stjóri Fulham, gagnrýnir Andy Wilkinson, leikmann Stoke, harkalega fyrir tæklingu hans á Moussa Dembele í leik liðanna í ensku deildabikarkeppninni í gær.

Stoke vann leikinn, 2-0, en bera þurfti Dembele af velli í uppbótartíma leiksins.

„Ef hann er ekki alvarlega meiddur þá er hann afar heppinn," sagði Hughes eftir leikinn. „Tæklingin var algerlega fáránleg, sérstaklega á þessum tímapunkti í leiknum."

Dembele hefur skorað þrívegis á tímabilinu síðan hann kom til Fulham frá AZ Alkmaar í Hollandi. Hann fór heim til sín á hækjum í gær og er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru.

„Þegar lið eru í 2-0 forystu og svona lítið eftir af leiknum er það óskrifuð regla að leikmenn passi hver upp á aðra. Strákurinn hunsaði það algerlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×