Enski boltinn

Chelsea líka á eftir Milner

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Milner tekur vítaspyrnu í leik með Aston Villa.
James Milner tekur vítaspyrnu í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Enska pressan heldur áfram að fjalla um meintan áhuga stóru liðanna í ensku úrvalsdeildinni á James Milner, leikmanni Aston Villa.

Fyrr í vikunni staðfesti talsmaður Villa að félagið hefði hafnað tilboði Manchester City sem mun hafa verið upp á 20 milljónir punda. City er nú sagt reiðubúið að leggja annað og betra tilboð á borðið.

Þá var Manchester United einnig sagt áhugasamt um að fá Milner og nú hefur Chelsea bæst í hópinn.

The Sun fullyrðir að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, treysti á að Milner vilji frekar fara til Chelsea en City þar sem fyrrnefnda félagið spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Milner er 24 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við Aston Villa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×