Enski boltinn

Wenger óttast að Gibbs sé ristarbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gibbs í leiknum í gær.
Gibbs í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, óttast að Kieran Gibbs hafi ristarbrotnað í leik lðisins gegn Tottenham í ensku deildabikarkeppninni í gær.

Gibbs var skipt af velli í framlengingu leiksins en Arsenal vann, 4-1. Hann missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna samskonar meiðsla.

„Þetta þurfum við að athuga," sagði Wenger. „Þetta eru einu vonbrigði kvöldsins þar sem við spiluðum vel í leiknum."

„Hann er með brotið bein í ristinni en ekki það sama og hann braut áður. En ef þetta reynist vera svo væri það mikið áfall fyrir okkur."

Enn hafa engar staðfestar fregnir borist af meiðslum Gibbs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×