Umfjöllun: KR og Fram á leið í sitthvora áttina Elvar Geir Magnússon skrifar 19. ágúst 2010 16:25 Framarar hafa leikið níu leiki í röð í Frostaskjóli án þess að ná inn sigri. Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR í kvöld þegar liðið vann Fram í þriðja sinn í sumar. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni en KR vann leikinn 2-1. Úrslit kvöldsins voru algjörlega eftir uppskrift Vesturbæinga sem eru skyndilega komnir ansi nálægt toppnum. Þeir eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum og eiga eftir að mæta efstu liðunum. Vonin er því enn til staðar hjá þeim. Staða Framara er algjörlega speglun á stöðu KR-inga. Eftir góða byrjun á sumrinu hjá þeim bláklæddu hafa þeir farið út af sporinu og var tapið í kvöld þeirra fjórða í röð. Þeir eru nú aðeins sex stigum fyrir ofan fallsæti. Leikurinn í kvöld var ansi sveiflukenndur og var baráttan í aðalhlutverki. Í raun er ótrúlegt að ekkert rautt spjald hafi farið á loft í leiknum en Einar Örn Daníelsson, sem er einn af betri dómurum deildarinnar, átti því miður ekki sinn besta dag. KR-ingar fengu einu tvö teljandi færin í fyrri hálfleiknum þar sem Framarar voru þó betri. Staðan markalaus eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik. KR-ingar komust svo yfir snemma í þeim síðari þegar Baldur Sigurðsson náði að skora með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Almarr Ormarsson jafnaði fyrir Fram með skoti beint úr aukaspyrnu í bláhornið. Báðum liðum gekk erfiðlega að skapa sér alvöru færi og allt stefndi í jafntefli þegar Kjartan Henry tók til sinna ráða, náði flottu skoti á markið og tryggði KR-ingum ansi mikilvægan sigur. Kjartan hafði ekki átt góðan leik en reyndist þó á endanum gulls ígildi. Mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Framarar geta ekki talist hafa verið lakari aðilinn í kvöld en sárlega skorti þeim bit fram á við. Þeir hafa ekki náð takti í leik sinn og heimamenn þurftu ekki stjörnuframmistöðu til að leggja þá að velli í kvöld. KR – Fram 2-11-0 Baldur Sigurðsson (48.) 1-1 Almarr Ormarsson (65.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.) KR-völlurÁhorfendur: 1.246Dómari: Einar Örn Daníelsson 4 Skot (á mark): 12-6 (7-2) Varin skot: Lars 1 – Hannes 4 Horn: 3-11 Aukaspyrnur fengnar: 13-11 Rangstöður: 0-3 KR 4-5-1: Lars Ivar Moldskred 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 4 (90. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (75. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 8* - Maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Óskar Örn Hauksson 5 Guðjón Baldvinsson 5 (81. Björgólfur Takefusa -)Fram 4-5-1:Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 (75. Hörður Björgvin Magnússon -) Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Josep Tillen 6 (84. Hjálmar Þórarinsson -) Tómas Leifsson 3 (63. Ívar Björnsson 4) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR í kvöld þegar liðið vann Fram í þriðja sinn í sumar. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni en KR vann leikinn 2-1. Úrslit kvöldsins voru algjörlega eftir uppskrift Vesturbæinga sem eru skyndilega komnir ansi nálægt toppnum. Þeir eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum og eiga eftir að mæta efstu liðunum. Vonin er því enn til staðar hjá þeim. Staða Framara er algjörlega speglun á stöðu KR-inga. Eftir góða byrjun á sumrinu hjá þeim bláklæddu hafa þeir farið út af sporinu og var tapið í kvöld þeirra fjórða í röð. Þeir eru nú aðeins sex stigum fyrir ofan fallsæti. Leikurinn í kvöld var ansi sveiflukenndur og var baráttan í aðalhlutverki. Í raun er ótrúlegt að ekkert rautt spjald hafi farið á loft í leiknum en Einar Örn Daníelsson, sem er einn af betri dómurum deildarinnar, átti því miður ekki sinn besta dag. KR-ingar fengu einu tvö teljandi færin í fyrri hálfleiknum þar sem Framarar voru þó betri. Staðan markalaus eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik. KR-ingar komust svo yfir snemma í þeim síðari þegar Baldur Sigurðsson náði að skora með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Almarr Ormarsson jafnaði fyrir Fram með skoti beint úr aukaspyrnu í bláhornið. Báðum liðum gekk erfiðlega að skapa sér alvöru færi og allt stefndi í jafntefli þegar Kjartan Henry tók til sinna ráða, náði flottu skoti á markið og tryggði KR-ingum ansi mikilvægan sigur. Kjartan hafði ekki átt góðan leik en reyndist þó á endanum gulls ígildi. Mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Framarar geta ekki talist hafa verið lakari aðilinn í kvöld en sárlega skorti þeim bit fram á við. Þeir hafa ekki náð takti í leik sinn og heimamenn þurftu ekki stjörnuframmistöðu til að leggja þá að velli í kvöld. KR – Fram 2-11-0 Baldur Sigurðsson (48.) 1-1 Almarr Ormarsson (65.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.) KR-völlurÁhorfendur: 1.246Dómari: Einar Örn Daníelsson 4 Skot (á mark): 12-6 (7-2) Varin skot: Lars 1 – Hannes 4 Horn: 3-11 Aukaspyrnur fengnar: 13-11 Rangstöður: 0-3 KR 4-5-1: Lars Ivar Moldskred 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 4 (90. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (75. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 8* - Maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Óskar Örn Hauksson 5 Guðjón Baldvinsson 5 (81. Björgólfur Takefusa -)Fram 4-5-1:Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 (75. Hörður Björgvin Magnússon -) Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Josep Tillen 6 (84. Hjálmar Þórarinsson -) Tómas Leifsson 3 (63. Ívar Björnsson 4)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira