Enski boltinn

Wenger: Ég vil að Bendtner verði áfram hjá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner í leik með Arsenal á móti Newcastle á dögunum.
Nicklas Bendtner í leik með Arsenal á móti Newcastle á dögunum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fullvissað Danann Nicklas Bendtner um að sóknarmaðurinn sé inn í framtíðarplönum sínum. Bendtner hefur ekki fengið mörg tækifæri með Arsenal síðan að hann snéri aftur úr meiðslum.

Bendtner tjáði óánægju sína opinberlega í síðustu viku og var ekki í leikmannahóp Arsenal á móti Everton um helgina.

„Hann var ekki í hópnum af því að hann var meiddur í nára og ég ákvað því að skilja hann eftir heima," sagði Arsene Wenger.

„Hann er inni í mínum framtíðarplönum. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum og ég vil að hann verði hér áfram," sagði Wenger sem virtist ekkert vera alltof fúll þrátt fyrir gagnrýni Bendtner í fjölmiðlum.

„Ég er búinn að þekkja hann síðan að hann var sextán ára gamall og við höfum átt gott samband. Ég kann vel við hann bæði sem leikmann og persónu þó að ég sé ekki sammála öllu sem hann segir. Ég vil að hann verði áfram hluti af okkar liði," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×