Enski boltinn

Hernandez: Hef aldrei reynt að skalla svona áður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hetjan fagnar í dag.
Hetjan fagnar í dag.

Svakalegri viku hjá Man. Utd lauk með ljúfum sigri á Stoke City. Það var Mexíkóinn Javier Hernandez sem tryggði United sigurinn með tveimur mörkum. Seinna markið kom nokkrum mínútum fyrir leikslok.

"Við erum afar glaðir með þessi úrslit. Við vitum að það er erfitt að vinna Stoke og þess vegna gleðjumst við," sagði Hernandez sem var ánægður með eigin frammistöðu.

"Ég er að leggja mjög hart að mér því ég vil vera lengi hjá þessu félagi og vinna marga titla."

Fyrra markið hjá Hernandez var einkar glæsilegt en þá skallaði hann boltanum með hnakkanum í netið.

"Ég gat ekkert annað gert og því reyndi ég að skalla boltann svona. Ég man ekki eftir að hafa gert slíkt á æfingasvæðinu áður. Þetta var gott mark en aðalatriðið er sigurinn.

Það eru engar hetjur í þessu liði heldur skiptir liðsheildin öllu máli. Strákarnir treysta á mig og það er frábært tækifæri fyrir mig að spila með stærsta félagi heims."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×