Enski boltinn

John Terry: Alex heldur mér og Carvalho á tánum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry og Alex.
John Terry og Alex. Mynd/Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, var ánægður með frammistöðu félaga síns í miðri Chelsea-vörninni, Alex, í 2-0 sigri á Stoke City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Brasilíumaðurinn Alex var kosinn besti maður vallarins í leiknum.

„Það kemur mér á óvart þegar hann kemur inn í liðið og spilar svona vel," sagði John Terry.

„Hann er ekki reglulegur byrjunarliðsmaður en þegar hann spilar þá stendur hann sig frábærlega. Hann átti tvær frábærar tæklingar í þessum leik og þá sérstaklega þá á Tuncay," sagði Terry.

„Það er undir mér og Riccy (Ricardo Carvalho) að halda sæti okkar í liðinu en Alex heldur okkur á tánum," segir Terry.

„Riccy er tognaður aftan í læri en vonandi kemur hann til baka sem fyrst og spilar eins vel og Alex. Það skapar vandamál fyrir stjórann en ætti að vera gott fyrir liðið," sagði Terry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×