Enski boltinn

Mark Hughes hefur áhuga á að fá Bellamy til Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy og Mark Hughes
Craig Bellamy og Mark Hughes Mynd/AFP

Mark Hughes, stjóri Fulham, hefur staðfest áhuga sinn á að fá sinn gamla lærisvein Craig Bellamy til Fulham.Það lítur allt út fyrir það að Bellamy hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester City og Fulham er eitt af þeim liðum sem vilja nýta starfskrafta þessa 31 árs gamla sóknarmanns.

Tottenham Hotspur hefur einnig áhuga á að fá velska landsliðsmanninn til sín og þá hefur Neil Lennon, stjóri Celtic, einnig lýst yfir áhuga á að fá Bellamy í skosku deildina.

Craig Bellamy hefur spilað fyrir Mark Hughes á þremur stöðum, hjá velska landsliðinu, í Blackburn Rovers og svo hjá Manchester City þar sem Bellamy var þá í aðalhlutverki í sóknarleiknum undir stjórn Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×