Enski boltinn

Rooney hætti við að drekka bjórinn - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney á ekki sjö dagana sæla.
Rooney á ekki sjö dagana sæla.

Það var ekki auðvelt fyrir Wayne Rooney að sitja upp í stúku og fylgjast með félögum sínum í Man. Utd tapa fyrir Chelsea.

Rooney sat einn og yfirgefinn í fínni VIP-stúku á Old Trafford og fylgdist með leiknum sem hann gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla.

Það hefur eflaust tekið á taugarnar líka og því varð Rooney feginn er þjónustustúlka kom með stóran bjór til hans.

Rooney var fljótur að grípa til bjórsins og skenkja í minna glas.

Í sömu mund og hann ætlaði að fara að drekka bjórinn virðist hann hafa áttað sig á því að hann væri líklega í sjónvarpinu sem var rétt mat. Hann lagði því bjórinn aftur frá sér og sleppti því að drekka hann.

Það var augljóslega ekki auðvelt verk eins og sjá má á svip Rooney.

Hægt er að sjá þetta óborganlega atvik hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×