Fótbolti

Gerrard ekki hættur í landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, segist ekki vera á þeim buxunum að hætta með enska landsliðinu.

"Það er ekki nokkur leið að ég vilji ljúka landsliðsferlinum á þessum leik gegn Þýskalandi," sagði Gerrard.

"Það var gríðarlega svekkjandi og mikil vonbrigði. Ég mun gera mitt besta til þess að leiðrétta mistökin sem sá leikur var.

"Ég býst við miklum breytingum á landsliðinu og það er að sjálfsögðu undir þjálfaranum komið hverja hann velur. Ég mun gefa áfram kost á mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×