Fótbolti

Van Persie: Held við mætum Þjóðverjum í úrslitum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Persie hér með landsliðsþjálfara Hollands eftir leikinn.
Van Persie hér með landsliðsþjálfara Hollands eftir leikinn.

Robin Van Persie, framherji hollenska landsliðsins og Arsenal, var yfir sig glaður í kvöld eftir að Holland komst í úrslitaleik HM.

"Þetta er ótrúleg tilfinning. Ég er með gæsahúð eftir þennan leik," sagði Van Persie.

"Við vissum að Úrúgvæ væri með frábært lið og þetta yrði ekki auðveldur leikur. Við vissum líka að þeir myndu ekki gefast upp fyrr en búið væri að flauta leikinn af. Við lögðum þá með laglegum sóknum. Við skoruðum þrjú góð mörk og börðumst vel fyrir þessum sigri," sagði Persie og bætti við.

"Það er draumur að rætast með því að komast í úrslit. Mér er sama hvort við mætum Spáni eða Þýskalandi en ég hef á tilfinningunni að við munum mæta Þjóðverjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×