Enski boltinn

Berbatov talinn á útleið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frammistaða Berbatov hjá United hefur ollið vonbrigðum.
Frammistaða Berbatov hjá United hefur ollið vonbrigðum.

Ensku götublöðin telja að þolinmæði Sir Alex Ferguson gagnvart búlgarska sóknarmanninum Dimitar Berbatov sé á þrotum. Berbatov hefur alls ekki náð að fylla skarðið sem meiðsli Wayne Rooney sköpuðu.

Gott dæmi um að Ferguson sé hættur að treysta Berbatov er sú ákvörðun hans að láta Rooney frekar spila tæpan gegn FC Bayern en nota þann búlgarska.

Talið er að Berbatov yfirgefi Old Trafford í sumar og vill Ferguson fá peninga til að kaupa styrk í sóknina Karim Benzema hjá Real Madrid og David Silva hjá Valencia eru þar taldir efstir á óskalistanum.

Benzema hefur átt erfitt með að finna sig í spænska boltanum og fjárhagsörðugleikar Valencia eru taldir stuðla að því að félagið sé reiðubúið að selja Silva.

Fleiri breytingar eru væntanlegar á leikmannahópi Manchester United í sumar. Talið er að Gary Neville leggi skóna á hilluna en Brasilíumaðurinn Rafael hefur þegar sýnt að hann er frábær hægri bakvörður. Þó vissulega hafi hann sýnt mikið reynsluleysi í seinni leiknum gegn FC Bayern.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×