Fótbolti

Fabregas er sama um að Þjóðverjar séu sigurstranglegastir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Átta mörk í tveimur leikjum eftir riðlakeppninni, og það gegn Englandi og Argentínu, gera Þjóðverja að sigurstranglegasta liði keppninnar. Þetta er mat Spánverjans Cesc Fabregas. Miðjumaðurinn, sem átti frábæra innkomu í leiknum gegn Paragvæ, segir að liðið hafi horft á alla leiki Þjóðverja á mótinu. "Þegar þú ert hérna þá hættirðu ekkert að horfa á fótbolta. Við þekkjum öll liðin," segir Fabregas. "Þeir eru með mjög sterkt lið, það sterkasta á mótinu eins og staðan er núna. Þeir eru mjög snöggir og skyndisóknir þeirra eru frábærar. Ég er hrifinn af Bastian Schweinsteiger, hann er að spila mjög vel. Hann hefur átt frábært mót," sagði Fabregas. "Það bjóst enginn við því að Argentína tapaði 4-0. Í nútíma fótbolta geta allir unnið alla." "Mér er alveg sama þó að Þjóðverjar séu sigurstranglegastir. Ef þeir vilja vera það, tek ég því bara," sagði Fabregast sem setti þar með ögn meiri pressu á þá þýsku fyrir stórleik þjóðanna á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×