Fótbolti

Maradona verður ekki rekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Julio Humberto Grondona, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, hefur gefið það út að sambandið ætli sér ekki að reka Diego Maradona sem landsliðsþjálfara.

Maradona sagði sjálfur við komuna til Argentínu að hann ætlaði sér að hætta með landsliðið.

Hann á þó eftir að funda með knattspyrnusambandinu en hann er enn á samningi.

Það er vilji meirihluta þjóðarinnar að Maradona haldi áfram með liðið og aldrei að vita nema hann skipti um skoðun og haldi áfram með liðið.

Annað eins hefur nú gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×