Holland í úrslit á HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júlí 2010 20:22 Sneijder fagnar hér marki sínu í kvöld. Holland bókaði í kvöld farseðilinn í úrslitaleik HM í Suður-Afríku er liðið vann sanngjarnan sigur á Úrúgvæ, 3-2. Fyrsta færi leiksins kom strax á 4. mínútu. Dirk Kuyt fékk þá nægan tíma í teignum en skot hans fór yfir markið. Þarna hefði Kuyt átt að gera mikið betur. Leikurinn var frekar rólegur eftir þetta og það var nákvæmlega ekkert að gerast þegar bakvörðurinn Giovanni Van Bronckhorst lét vaða á markið af um 35 metra færi. Hann hitti boltann fullkomlega því hann fór nánast í samskeytin og þaðan í netið. Algjört draumamark sem kom á 18. mínútu leiksins. Úrúgvæar voru í vandræðum með að byggja upp sóknir og gekk þess utan ekki vel að koma Diego Forlan inn í leikinn. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Forlan þó boltann á miðjum vallarhelmingi Hollands. Hann fékk tíma til þess að koma sér í skotfæri utan teigs. Þessi frábæri skotmaður lét vaða og boltinn kom í miklum sveig á mitt markið og í netið. Stekelenburg misreiknaði flug boltans og hefði líklega átt að gera betur. 1-1. Síðari hálfleikur var stál í stál þó svo Hollendingar væru meira með boltann. Fyrsta markverða sem gerðist í seinni hálfleik var þegar Stekelenburg varð aukaspyrnu Forlan afar vel á 67. mínútu. Það vaknaði líf eftir aukaspyrnu Forlan því aðeins mínútu síðar komst Van der Vaart í dauðafæri sem var varið. Boltinn barst til Robben en skot hans var slakt og yfir markið. Hollendingar fylgdu því eftir og á 70. mínútu kom Wesley Sneijder Hollendingum yfir með heppnismarki. Hann átti þá skot í teignum sem fór í varnarmann Úrúgvæ og af varnarmanninum lak boltinn í fjærhornið. Hollendingar voru ekki hættir því þrem mínútum síðar stangaði Arjen Robben boltann smekklega í netið eftir sendingu Dirk Kuyt. Úrúgvæ virtist vera búið að gefast upp þegar Maxi Pereira skoraði fyrir Úrúgvæ í uppbótartíma. Rúm mínúta eftir og allir fram hjá Úrúgvæ. Tíminn þó of naumur en Úrúgvæ var ansi nálægt því að jafna. Holland-Úrúgvæ 3-2 1-0 Giovanni Van Bronckhorst (18.) 1-1 Diego Forlan (41.) 2-1 Wesley Sneijder (70.) 3-1 Arjen Robben (73.) 3-2 Maxi Pereira (90.+1) HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Holland bókaði í kvöld farseðilinn í úrslitaleik HM í Suður-Afríku er liðið vann sanngjarnan sigur á Úrúgvæ, 3-2. Fyrsta færi leiksins kom strax á 4. mínútu. Dirk Kuyt fékk þá nægan tíma í teignum en skot hans fór yfir markið. Þarna hefði Kuyt átt að gera mikið betur. Leikurinn var frekar rólegur eftir þetta og það var nákvæmlega ekkert að gerast þegar bakvörðurinn Giovanni Van Bronckhorst lét vaða á markið af um 35 metra færi. Hann hitti boltann fullkomlega því hann fór nánast í samskeytin og þaðan í netið. Algjört draumamark sem kom á 18. mínútu leiksins. Úrúgvæar voru í vandræðum með að byggja upp sóknir og gekk þess utan ekki vel að koma Diego Forlan inn í leikinn. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Forlan þó boltann á miðjum vallarhelmingi Hollands. Hann fékk tíma til þess að koma sér í skotfæri utan teigs. Þessi frábæri skotmaður lét vaða og boltinn kom í miklum sveig á mitt markið og í netið. Stekelenburg misreiknaði flug boltans og hefði líklega átt að gera betur. 1-1. Síðari hálfleikur var stál í stál þó svo Hollendingar væru meira með boltann. Fyrsta markverða sem gerðist í seinni hálfleik var þegar Stekelenburg varð aukaspyrnu Forlan afar vel á 67. mínútu. Það vaknaði líf eftir aukaspyrnu Forlan því aðeins mínútu síðar komst Van der Vaart í dauðafæri sem var varið. Boltinn barst til Robben en skot hans var slakt og yfir markið. Hollendingar fylgdu því eftir og á 70. mínútu kom Wesley Sneijder Hollendingum yfir með heppnismarki. Hann átti þá skot í teignum sem fór í varnarmann Úrúgvæ og af varnarmanninum lak boltinn í fjærhornið. Hollendingar voru ekki hættir því þrem mínútum síðar stangaði Arjen Robben boltann smekklega í netið eftir sendingu Dirk Kuyt. Úrúgvæ virtist vera búið að gefast upp þegar Maxi Pereira skoraði fyrir Úrúgvæ í uppbótartíma. Rúm mínúta eftir og allir fram hjá Úrúgvæ. Tíminn þó of naumur en Úrúgvæ var ansi nálægt því að jafna. Holland-Úrúgvæ 3-2 1-0 Giovanni Van Bronckhorst (18.) 1-1 Diego Forlan (41.) 2-1 Wesley Sneijder (70.) 3-1 Arjen Robben (73.) 3-2 Maxi Pereira (90.+1)
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira