Fótbolti

Ferguson segir væntingarnar til Rooney hafa verið of miklar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Sir Alex Ferguson kemur Wayne Rooney til varnar eftir skelfilegt HM hjá framherjanum. Rooney var ekki með sjálfum sér á mótinu og náði ekki að skora. "Það eru svo miklar væntingar í hans garð. Það var talað um að hann yrði leikmaður mótsins," sagði Ferguson um Rooney. "Ekki glema því að það kom á undan mótinu. Hann átti að vera betri en Messi og Ronaldo," sagði stjórinn en þeir þrír voru reyndar allir álíka slakir á HM. "En bíðið þið bara, eftir fjögur ár verður hann allt annar leikmaður," sagði stjórinn og benti á Bastian Schweinsteiger sem besta mann mótsins til þessa en hann tippar á að Holland hampi titlinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×