Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 15:58 Appelsínuguli díllinn sýnir staðsetningu gammablossanna sem sáust í júlí. Ekki er vitað með fullri vissu hvar upptök þeirra voru, aðeins að þau eru utan Vetrarbrautarinnar. ESO/A. Levan, A. Martin-Carrillo et al. Stjarnfræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir röð tröllaukinna sprenginga í fjarlægri vetrarbraut sem aldrei hafa sést áður. Þeir þekkja engar aðstæður sem geta valdið slíkri hrinu svonefndra gammablossar. Gammablossar eru öflugustu sprengingarnar í alheiminum. Þeir eiga sér stað þegar massamiklar stjörnur springa í tætlur sem sprengistjörnur þegar þær klára eldsneyti sitt eða þegar svarthol rífa þær á hol. Þessir blossar eru ákaflega skammlífir og vara í allt frá millísekúndum upp í nokkrar mínútur. Atburðurinn sem Fermi-gammageislasjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA greindi varð var við 2. júlí var hins vegar þreföld sprenging á nokkurra klukkustunda tímabili. Þegar vísindamenn lögðu yfir gögn frá öðrum sjónaukum kom í ljós að virknin hafði hafist næstum heilum degi áður en Fermi tók eftir honum. Sprengihrinan stóð þannig hundrað til þúsundfallt lengur en flestir gammablossar. „Það sem meira máli skiptir þá endurtaka gammablossar sig aldrei vegna þess að atburðurinn sem býr þá til er hamfarakenndur,“ segir Andrew Levan, stjörnufræðingur við Radboud-háskóla í Hollandi, sem er einn höfunda greinar um rannsókn á blossanum. Mögulega hvítur dvergur sem svarthol gleypti Upphaflega töldu stjörnufræðingarnir að blossarnir kæmu úr Vetrarbrautinni okkar. Framhaldsathuganir með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) og Hubble-geimsjónaukanum leiddu hins vegar í ljós að uppruni þeirra væri líklega utan hennar í fleiri milljarða ljósára fjarlægð. Hvað gæti hafa valdið þessum langa og endurtekna blossa er enn algerlega á huldu. Hugsanlegt er að massamikil stjarna hafi sprungið en sú sprenging hefði þá verið ólík öllum öðrum sem stjörnufræðingar þekkja, að því er kemur fram í tilkynningu um uppgötvunina á vef ESO. Þá er mögulegt að blossarnir hafi myndast við það að svarthol reif í sig stjörnu. Til þess að skýra aðra eiginleika þeirra hefðu það þurft að vera óvenjuleg stjarna og enn óvenjulegra svarthol. Síðarnefnda skýringin er sú sem vísindamennirnir hallast helst að í augnablikinu. Það gæti þá hafa verið hvítur dvergur, leifar stjörnu á borð við sólina okkar, sem splundraðist í svonefndu millistóru svartholi sem myndaði blossana. Slík svarthol eru með á bilinu hundrað til hundrað þúsund sólmassa en langflest svarthol eru annað hvort mun massaminni eða massameiri en það. Lítið er sagt vitað um þessa tegund svarthola. Geimurinn Vísindi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Gammablossar eru öflugustu sprengingarnar í alheiminum. Þeir eiga sér stað þegar massamiklar stjörnur springa í tætlur sem sprengistjörnur þegar þær klára eldsneyti sitt eða þegar svarthol rífa þær á hol. Þessir blossar eru ákaflega skammlífir og vara í allt frá millísekúndum upp í nokkrar mínútur. Atburðurinn sem Fermi-gammageislasjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA greindi varð var við 2. júlí var hins vegar þreföld sprenging á nokkurra klukkustunda tímabili. Þegar vísindamenn lögðu yfir gögn frá öðrum sjónaukum kom í ljós að virknin hafði hafist næstum heilum degi áður en Fermi tók eftir honum. Sprengihrinan stóð þannig hundrað til þúsundfallt lengur en flestir gammablossar. „Það sem meira máli skiptir þá endurtaka gammablossar sig aldrei vegna þess að atburðurinn sem býr þá til er hamfarakenndur,“ segir Andrew Levan, stjörnufræðingur við Radboud-háskóla í Hollandi, sem er einn höfunda greinar um rannsókn á blossanum. Mögulega hvítur dvergur sem svarthol gleypti Upphaflega töldu stjörnufræðingarnir að blossarnir kæmu úr Vetrarbrautinni okkar. Framhaldsathuganir með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) og Hubble-geimsjónaukanum leiddu hins vegar í ljós að uppruni þeirra væri líklega utan hennar í fleiri milljarða ljósára fjarlægð. Hvað gæti hafa valdið þessum langa og endurtekna blossa er enn algerlega á huldu. Hugsanlegt er að massamikil stjarna hafi sprungið en sú sprenging hefði þá verið ólík öllum öðrum sem stjörnufræðingar þekkja, að því er kemur fram í tilkynningu um uppgötvunina á vef ESO. Þá er mögulegt að blossarnir hafi myndast við það að svarthol reif í sig stjörnu. Til þess að skýra aðra eiginleika þeirra hefðu það þurft að vera óvenjuleg stjarna og enn óvenjulegra svarthol. Síðarnefnda skýringin er sú sem vísindamennirnir hallast helst að í augnablikinu. Það gæti þá hafa verið hvítur dvergur, leifar stjörnu á borð við sólina okkar, sem splundraðist í svonefndu millistóru svartholi sem myndaði blossana. Slík svarthol eru með á bilinu hundrað til hundrað þúsund sólmassa en langflest svarthol eru annað hvort mun massaminni eða massameiri en það. Lítið er sagt vitað um þessa tegund svarthola.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira