Umfjöllun: Erfið löndun Vals í Víkinni Elvar Geir Magnússon skrifar 23. júní 2010 23:05 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Mjög góð frammistaða Víkings gegn Val í kvöld dugði liðinu ekki til sigurs. Valur vann 3-1 útisigur í framlengdum bikarslag og er liðið því komið í átta liða úrslit keppninnar. Víkingar leika í 1. deildinni en voru síst lakari aðilinn í leiknum í kvöld. Sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem þeir réðu lögum og lofum gegn værukærum Valsmönnum. Varamennirnir Viktor Unnar Illugason og Guðmundur Steinn Hafsteinsson kláruðu leikinn fyrir Val í framlengingunni. Víkingar byrjuðu leikinn betur og áttu hættulegri sóknir í upphafi leiks. Eftir því sem líða tók á hálfleikinn náðu Valsmenn betri tökum og Atli Sveinn Þórarinsson fékk sannkallað dauðafæri til að koma þeim yfir þegar hann fékk algjörlega frían skalla eftir horn en hitti ekki markið. Hugur varnarmanna Víkings virðist hafa farið inn í búningsherbergi fyrr en aðrir því varnarleikur liðsins rétt fyrir hálfleik var arfadapur. Danni König slapp einn í gegn á 44. mínútu, Magnús Þormar markvörður fór í misheppnað úthlaup og König komst framhjá honum. Þrátt fyrir að færið hafi verið orðið nokkuð þröngt náði König að skora, staðan 0-1. Hann hefði svo getað skorað annað mark rétt áður en málarinn Erlendur Eiríksson flautaði til leikhlés en brást þá bogalistin í verulega góðu skallafæri. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en Víkingar voru þó talsvert hættulegri í sínum sóknaraðgerðum. Kantmaðurinn Viktor Örn Guðmundsson komst nálægt því að jafna þegar hann átti hörkuskot sem Kjartan Sturluson í marki Vals varði í stöngina. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu heimamenn verðskuldað þegar Þorvaldur Sveinn Sveinsson skoraði með skalla eftir fáránlegt skógarhlaup hjá Kjartani markverði. Staðan jöfn 1-1 eftir 90 mínútur og því framlengt. Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur verið úti í kuldanum hjá Val í sumar en kom sér í aðeins meiri hlýju þegar hann kom Val yfir 2-1 í seinni hálfleik framlengingar. Viktor hafði komið inn sem varamaður í framlengingunni og skoraði hann í kjölfarið á aukaspyrnu. Jón Vilhelm Ákason átti skot sem fór í stöngina en Viktor var vel vakandi og átti ekki í vandræðum með að skora. Það var svo annar varamaður, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem innsiglaði sigurinn eftir fyrirgjöf frá Jóni Vilhelm. Guðmundur Steinn hafði komið inn sem varamaður seint í venjulegum leiktíma. Víkingur - Valur 1-3 0-1 Danni König (44.) 1-1 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (76.) 1-2 Viktor Unnar Illugason (109.) 1-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (120.)Víkingur 4-5-1: Magnús Þormar Tómas Guðmundsson Egill Atlason (110. Marteinn Briem) Milos Glogovac (91. Milos Milojevic) Sigurður Egill Lárusson Þorvaldur Sveinn Sveinsson Halldór Smári Sigurðsson Dofri Snorrason Viktor Örn Guðmundsson (69. Kjartan Dige Baldursson) Halldór Smári Sigurðsson Jakob Spangsberg Helgi SigurðssonValur 4-3-3: Kjartan Sturluson Stefán Jóhann Eggertsson Reynir Leósson (57. Greg Ross) Atli Sveinn Þórarinsson Martin Pedersen Haukur Páll Sigurðsson Jón Vilhelm Ákason Rúnar Már Sigurjónsson Baldur Aðalsteinsson Þórir Guðjónsson (81. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Danni König (98. Viktor Unnar Illugason) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Mjög góð frammistaða Víkings gegn Val í kvöld dugði liðinu ekki til sigurs. Valur vann 3-1 útisigur í framlengdum bikarslag og er liðið því komið í átta liða úrslit keppninnar. Víkingar leika í 1. deildinni en voru síst lakari aðilinn í leiknum í kvöld. Sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem þeir réðu lögum og lofum gegn værukærum Valsmönnum. Varamennirnir Viktor Unnar Illugason og Guðmundur Steinn Hafsteinsson kláruðu leikinn fyrir Val í framlengingunni. Víkingar byrjuðu leikinn betur og áttu hættulegri sóknir í upphafi leiks. Eftir því sem líða tók á hálfleikinn náðu Valsmenn betri tökum og Atli Sveinn Þórarinsson fékk sannkallað dauðafæri til að koma þeim yfir þegar hann fékk algjörlega frían skalla eftir horn en hitti ekki markið. Hugur varnarmanna Víkings virðist hafa farið inn í búningsherbergi fyrr en aðrir því varnarleikur liðsins rétt fyrir hálfleik var arfadapur. Danni König slapp einn í gegn á 44. mínútu, Magnús Þormar markvörður fór í misheppnað úthlaup og König komst framhjá honum. Þrátt fyrir að færið hafi verið orðið nokkuð þröngt náði König að skora, staðan 0-1. Hann hefði svo getað skorað annað mark rétt áður en málarinn Erlendur Eiríksson flautaði til leikhlés en brást þá bogalistin í verulega góðu skallafæri. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en Víkingar voru þó talsvert hættulegri í sínum sóknaraðgerðum. Kantmaðurinn Viktor Örn Guðmundsson komst nálægt því að jafna þegar hann átti hörkuskot sem Kjartan Sturluson í marki Vals varði í stöngina. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu heimamenn verðskuldað þegar Þorvaldur Sveinn Sveinsson skoraði með skalla eftir fáránlegt skógarhlaup hjá Kjartani markverði. Staðan jöfn 1-1 eftir 90 mínútur og því framlengt. Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur verið úti í kuldanum hjá Val í sumar en kom sér í aðeins meiri hlýju þegar hann kom Val yfir 2-1 í seinni hálfleik framlengingar. Viktor hafði komið inn sem varamaður í framlengingunni og skoraði hann í kjölfarið á aukaspyrnu. Jón Vilhelm Ákason átti skot sem fór í stöngina en Viktor var vel vakandi og átti ekki í vandræðum með að skora. Það var svo annar varamaður, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem innsiglaði sigurinn eftir fyrirgjöf frá Jóni Vilhelm. Guðmundur Steinn hafði komið inn sem varamaður seint í venjulegum leiktíma. Víkingur - Valur 1-3 0-1 Danni König (44.) 1-1 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (76.) 1-2 Viktor Unnar Illugason (109.) 1-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (120.)Víkingur 4-5-1: Magnús Þormar Tómas Guðmundsson Egill Atlason (110. Marteinn Briem) Milos Glogovac (91. Milos Milojevic) Sigurður Egill Lárusson Þorvaldur Sveinn Sveinsson Halldór Smári Sigurðsson Dofri Snorrason Viktor Örn Guðmundsson (69. Kjartan Dige Baldursson) Halldór Smári Sigurðsson Jakob Spangsberg Helgi SigurðssonValur 4-3-3: Kjartan Sturluson Stefán Jóhann Eggertsson Reynir Leósson (57. Greg Ross) Atli Sveinn Þórarinsson Martin Pedersen Haukur Páll Sigurðsson Jón Vilhelm Ákason Rúnar Már Sigurjónsson Baldur Aðalsteinsson Þórir Guðjónsson (81. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Danni König (98. Viktor Unnar Illugason)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann