Enski boltinn

Tvö rauð á fyrsta hálftímanum - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Oliver, dómari leiksins í gær, rak tvo af velli í fyrri hálfleik.
Michael Oliver, dómari leiksins í gær, rak tvo af velli í fyrri hálfleik. Nordic Photos / Getty Images

Blackpool vann heldur nauman sigur á West Brom, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær miðað við að síðarnefnda liðið missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald á fyrsta hálftímanum.

Hinn 25 ára gamli dómari leiksins, Michael Oliver, hikaði ekki við að reka tvo leikmenn West Brom af velli með stuttu millibili í fyrri hálfleik.

Fyrst Spánverjann Pablo Ibanez fyrir að brjóta á DJ Campbell inn í teig en Charlie Adam kom Balckpool yfir með marki úr vítaspyrnunni.

Svo, nítján mínútum síðar, rak Oliver Gonzalo Jara út af fyrir tveggja fóta tæklingu á Luke Varney.

West Brom átti þó möguleika á að jafna metin undir lok leiksins þó svo að hafa verið tveimur færri í 60 mínútur. Samantekt úr leiknum má sjá hér.

Á sjónvarpsvef Vísis, undir íþróttum, má sjá aragrúa myndbanda úr ensku úrvalsdeildinni. Auk helstu tilþrifa allra leikjanna má sjá samantekt úr leikjum helgarinnar, leikmann, lið, mörk og markvörslur vikunnar sem og gullkorn úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×