Enski boltinn

Nani hefur trú á Anderson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani og Anderson.
Nani og Anderson. Nordic Photos / Getty Images
Nani hefur trú á því að Brasilíumaðurinn Anderson, liðsfélagi hjá Manchester United, eigi eftir að sýna sitt rétta andlit hjá félaginu.

Báðir komu til United frá félögum í Portúgal sumarið 2007. Nani hefur gengið vel hjá United að undanförnu en Anderson hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar.

Anderson hefur átt við hnémeiðsli að stríða en hann sleit krossband í hné í febrúar síðastliðnum.

„Hann var óheppinn að meiðast því hann var að spila vel og sýna okkur hvað hann getur," sagði Nani í viðtali á heimasíðu United. „Við vitum allir að hann er frábær leikmaður."

„Hann er sterkur, afar klókur og getur orðið mikilvægur leikmaður í þessu liði. Hann er líka sterkur karakter sem er nauðsynlegt í þessu félagi. Hann óttast ekkert."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×