Enski boltinn

Wayne Rooney missir af Manchester-slagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/AP
Wayne Rooney verður lengur frá en áður var talið en Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, greindi frá því í útvarpsviðtali í morgun að ökklameiðsli Rooney séu það slæm að hann snú ekki aftur fyrr en í seinni hluta nóvember-mánaðar.

Rooney hefur misst af síðustu þremur leikjum Manchester United og er búinn að eyða síðustu dögunum í afslöppun í sólinni í Dúbaí eða síðan að hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við United.

„Hann verður lengur frá en við héldum fyrst. Þetta er svekkjandi fyrir hann því þetta gætu orðið fjórar til fimm vikur í allt. Það síðasta sem hann þarf nefnilega á að halda er að meiðast aftan í læri. Þetta er slæmt fyrir okkur því nú höfum við bara þrjá möguleika," sagði Sir Alex Ferguson sem treystir á Javier Hernández, Dimitar Berbatov og Federico Macheda á meðan Rooney er frá.

Wayne Rooney mun samkvæmt þessum fréttum missa af Manchester-slagnum sem fer fram á City of Manchester Stadium 10. nóvember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×