Íslenski boltinn

Eyjamenn unnu sjómannadagsslaginn við Grindvíkinga - myndasyrpa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Eyjamenn unnu þriðja útisigurinn í röð í Pepsi-deild karla í gær þegar þeir sóttur þrjú stig til Grindavíkur. Eyjamenn komust upp í annað sætið í þrjá tíma með 2-1 sigri en Framarar endurheimtu annað sætið með sigri á Selfoss seinna um kvöldið.

Tryggvi Guðmundsson fór fyrir sínum mönnum sem hafa leikið náð í 11 stig og farið taplausir í gegnum fimm síðustu leiki sína í Pepsi-deildinni.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Grindavíkur-vellinum í gær og myndaði baráttuna milli leikmanna frá þessum miklu útgerðarbæjum sem héldu upp á Sjómannadaginn með að kljást á fótboltavellinum.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×