Enski boltinn

Benayoun á leiðinni til Chelsea?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Benayoun í leik gegn Chelsea.
Benayoun í leik gegn Chelsea. GettyImages
Yossi Benayoun, leikmaður Liverpool, er sagður vera á óskalista Chelsea. Raunar ku félagið einnig hafa áhuga á Javier Mascherano hjá Liverpool.

Það er Daily Mail sem vitnar í Benayoun í dag en hvort rétt er haft eftir honum, eða þá að hann hafi gefið viðtalið yfir höfuð, á eftir að koma í ljós.

Tíðindin eru afar óvænt ef sönn reynast þar sem Carlo Ancelotti vill lækka meðalaldur Chelsea-liðsins, en Benayoun er þrítugur. Þá segist hann einnig vilja spila alla leiki, sem er eðlilega óraunahæft hjá svo stórum klúbbum.

„Ancelotti vill fá mig fyrir næsta tímabil og núna veltur allt á Liverpool.

Chelsea þarf að borga um sex milljónir punda en ég held að ég gæti endað þar," sagði Benayoun.

Mascherano gæti komið í stað Michael Ballack sem fer líklega í sumar. Þó er orðið nokkuð ljóst að bæði Steven Gerrard og Fernando Torres verða áfram hjá Liverpool.

Reyndar ætlar Jose Mourinho, sem tekur við Real Madrid í vikunni, líklega að reyna að lokka Gerrard til Madrídar ef Daniele De Rossi fer ekki til félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×