Enski boltinn

Torres getur spilað gegn Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fernando Torres er klár í slaginn og getur spilað með Liverpool gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Ekki er hægt að lýsa leik liðanna um helgina öðruvísi en að um botnslag er að ræða. Everton er í sautjánda sæti og Liverpool í átjánda sem er fallsæti.

Báðum liðum hefur gengið skelfilega í upphafi leiktíðar og leikurinn því afar þýðingarmikill fyrir bæði lið.

Mikið hefur verið rætt um eignarhald Liverpool síðustu daga og er einn möguleikinn sá að níu stig verði dregin af félaginu á morgun, verði það sett í greiðslustöðvun.

Til að bæta gráu á svart meiddist Dirk Kuyt og Daniel Agger í leikjum með landsliðum sínum á dögunum og verða ekki með gegn Everton.

Það eru því afar góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool að Torres verði með um helgina. Hann, eins og aðrir, hafa ekki náð sér á strik í haust en hann hefur átt við meiðsli að stríða.

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, staðfesti einnig í dag að Paul Konchesky sé einnig orðinn leikfær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×