Enski boltinn

Mancini yrði sáttur með fjórða sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að hann yrði sáttur með tímabilið ef að liðið næði fjórða sætinu og tryggði sig inn í meistaradeildina á næsta tímabili. City-liðið er eins og er í 4. sæti sjö stigum á eftir toppliði Chelsea.

Manchester City endaði í fimmta sæti á síðasta tímabili og komst því ekki í Meistaradeildina. Liðið eyddi hinvegar gríðarlegum fjárhæðum í sumar í nýja leikmenn og það var fyrir vikið búist við mjög miklu af liðinu á þessari leiktíð.

„Ef að enska úrvalsdeildin myndi enda á morgun þá væri ég ánægður. Okkar markmið er að komast í meistaradeildina," sagði Roberto Mancini á blaðamannafundi fyrir leik á móti Birmingham á morgun.

„Tímabilið er mjög langt og það er mikilvægt fyrir okkur að halda okkur í toppbaráttunni ef við ætlum að ná markmiðum okkar," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×