Innlent

Steingrímur: Engin eftirspurn eftir málþófi

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á von á því að flest þau mál sem bíði afgreiðslu á Alþingi verði kláruð fyrir þinglok. Störf þingsins verði undir smásjánni og engin eftirspurn sé á meðal þjóðarinnar eftir málþófi og upplausn, segir í frétt RÚV.

Fjöldi mála bíður afgreiðslu Alþingis, en þinglok eru fyrirhuguð 15. júní.

Fulltrúar Ríkisstjórnarinnar og formenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í gær um hvernig best væri að nýta tímann sem er til stefnu.

Að sögn Steinsgríms var sameinast um þau mál sem þykir mikilvægast að klára fyrir þinglok og lúta að efnahagsástandinu og umbótum á lýðræðinu, og fækkaði málunum sem bíða afgreiðslu þingsins við það um nokkra tugi, segir í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×