Enski boltinn

Pennant: Eiður einn sá besti í úrvalsdeildinni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eiður á æfingu með Stoke.
Eiður á æfingu með Stoke. Heimasíða Stoke.
Jermaine Pennant segir að það séu fáir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni betri en Eiður Smári Guðjohnsen, samherji hans hjá Stoke.

Pennant gekk í raðir félagsins á síðustu stundu á lokadegi félagaskiptagluggans.

"Ég var að horfa á Sky og sá að Eiður var að fara að ræða við Stoke. Áður en ég vissi af var ég á leiðinni þangað sjálfur," sagði Pennant.

"Ég hugsaði með mér að Eiður yrðu góð kaup og þetta gerði Stoke að áhugaverðum stað til að fara á. En ég hafði ekki hugmynd um að ég myndi fara með honum þangað um morguninn."

"Það var eftir hádegið að ég fékk símtal þar sem ég var spurður að því hvort ég vildi fara til Stoke. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um."

"Ef maður lítur á úrvalið í sókninni eru ekki margir þarna úti betri en Eiður og Kenwyne Jones. Við erum einnig með Matthew Etherington og sjálfan mig á köntunum."

"Við höfum hraðann og getuna. Liðið lítur vel út og þetta er líklega sterkasta lið Stoke síðan það kom í úrvalsdeildina," sagði Pennant.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×