Enski boltinn

Man. City sagt hafa gert tilboð í Milner

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Forráðamenn Man. City eru ekki farnir í sumarfrí því Sky-fréttastofan greinir frá því í kvöld að félagið sé búið að gera tilboð í enska landsliðsmanninn James Milner sem leikur með Aston Villa.

Milner átti virkilega gott tímabil með Villa og fjölmörg félög hafa verið að sýna honum áhuga.

Hermt er að tilboðið sé í kringum 20 milljónir punda.

City er líklega ekki eina félagið sem vill fá Milner því Chelsea er einnig sagt hafa áhuga á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×