Íslenski boltinn

Blikar og Eyjamenn gerðu jafntefli

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikmenn ÍBV fagna marki í sumar.
Leikmenn ÍBV fagna marki í sumar. Fréttablaðið/Anton

ÍBV og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í dag. Leiknum var að ljúka í Eyjum en hann var mjög fjörugur.

Blikar komust yfir í seinni hálfleik eftir að markalaust var í leikhléi. Var þar að verki Haukur Baldvinsson. ÍBV náði svo að jafna þegar Ingvar Kale skoraði sjálfsmark.

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísi, hérna.

Nánari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×