Fótbolti

Khedira: Framtíðin er björt

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Þýska liðið sem tryggði sér bronsið á HM í dag er ungt að árum. Það á framtíðina fyrir sér og er líklegt til afreka bæði á EM 2012 og á HM 2014. Sami Khedira horfir fram á bjarta framtíð. Khedira skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld með fínum skalla. "Þetta var eins konar úrslitaleikur og við gáfum allt í hann. Við erum með ungt lið og við settum upphrópunarmerki við nafn Þýskalands í kvöld og við getum náð enn lengra," sagði Khedira. Diego Forlán sagði vonbrigðin mikil. "Auðvitað er stórkostlegt að vera í fjórða sæti, ef einhver hefði sagt okkur þetta fyrir mótið hefðum við tekið þessum árangri. Það er eitthvað jákvætt," sagði Forlán.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×