Enski boltinn

Pulis: Eiður hefur hlutverki að gegna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með Stoke.
Eiður Smári í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images
Tony Pulis var enn spurður um stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Stoke City í dag.

Knattspyrnustjórinn hefur að undanförnu verið að tjá sig um gremju marga leikmanna í Stoke sem lítið hafa fengið að spila undir hans stjórn. Einn þeirra er Eiður Smári.

Margir stuðningsmenn óttast að félagið sé að fara illa út úr því að hafa fengið Eið Smára sem þénar um 75 þúsund pund í vikulaun.

„Við komum fjárhagslega vel út úr því að hafa fengið Eið Smára þar sem að Monaco greiðir stóran hluta launa hans," sagði Pulis en Eiður kom til félagsins frá Monaco í haust.

Eiður Smári spilaði heilan leik með varaliðinu í vikunni og var það í fyrsta sinn sem hann nær 90 mínútum í búningi Stoke.

„Við erum mjög ánægðir með það," sagði knattspyrnustjórinn. „Hann mun hafa sínu hlutverki að gegna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×