Óvissa um kvótann vegna skötusels 24. mars 2010 04:15 Jón Bjarnason Fréttaskýring: Hvers vegna kalla ný lög um skötusel á svo hörð viðbrögð frá atvinnulífinu? Bráðabirgðaákvæði í nýjum lögum leyfir sjávarútvegsráðherra að auka veiðar á skötusel um allt að 2.000 tonn á ári næstu tvö ár. Vegna þessa er stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda fallinn úr gildi. Undir kraumar ágreiningur um grundvöll fiskveiðistjórnarkerfisins. Svokölluð aflahlutdeild hefur ráðið úthlutun allra aflaheimilda hér við land síðustu áratugi. Aflahlutdeildin er kjarni kvótakerfisins. Samkvæmt þeirri reglu skiptist allur kvóti hlutfallslega og án endurgjalds milli skipa sem eiga aflaheimildir fyrir. Hlutfall skipa í heildaraflanum á að haldast óbreytt milli ára. Skötuselslögin mæla fyrir um nýja aðferð. Útgerðir, sem eiga hlutdeild í þeim 2.500 tonna skötuselskvóta, sem úthlutað var í haust fá ekkert af viðbótarkvótanum í sinn hlut. Hlutur þeirra í heildinni skerðist þar sem ríkið mun selja viðbótarkvótann fyrir 120 krónur kílóið. Ríkið gæti haft 240 milljónir í tekjur af þeirri kvótasölu, ef ráðherrann nýtti heimild sína til fulls. Andstæðingar kvótakerfisins telja að með skötuselslögunum sé áfanga náð í baráttu fyrir endurskoðun kerfisins. Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingu, segist vilja að viðbótarkvóta í öllum tegundum verði framvegis úthlutað með þessari skötuselsaðferð. „Fyrir þær aflahlutdeildir greiði útgerðin hóflegt gjald inn í sameiginlegan sjóð,“ segir hún. Tekjurnar eiga að nýtast í samfélagsleg verkefni. Árið 2007 var þorskkvóti skertur umtalsvert í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Vonir standa til að ástand stofnsins batni og að hægt verði að auka kvótann á ný. Hvaða aðferð verður þá beitt við úthlutun á viðbótinni? Núgildandi lög og yfirlýsing sjávarútvegsráðherra frá 2007 standa til þess að aflahlutdeild verði þar lögð til grundvallar. Útgerðin telur skötuselslögin skapa óvissu að þessu leyti. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að barátta fyrir óbreyttu aflahlutdeildarkerfi ráði mestu um andstöðu samtakanna við skötuselslögin og stöðugleikasáttmálann. „Þetta er grundvallaratriðið og númer eitt, tvö og þrjú frá okkar hendi,“ segir Friðrik. Að auki sé nú búið að lögfesta heimild til að ofveiða einn fiskistofn um 80 prósent umfram ráðgjöf Hafró. peturg@frettabladid.is Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Fréttaskýring: Hvers vegna kalla ný lög um skötusel á svo hörð viðbrögð frá atvinnulífinu? Bráðabirgðaákvæði í nýjum lögum leyfir sjávarútvegsráðherra að auka veiðar á skötusel um allt að 2.000 tonn á ári næstu tvö ár. Vegna þessa er stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda fallinn úr gildi. Undir kraumar ágreiningur um grundvöll fiskveiðistjórnarkerfisins. Svokölluð aflahlutdeild hefur ráðið úthlutun allra aflaheimilda hér við land síðustu áratugi. Aflahlutdeildin er kjarni kvótakerfisins. Samkvæmt þeirri reglu skiptist allur kvóti hlutfallslega og án endurgjalds milli skipa sem eiga aflaheimildir fyrir. Hlutfall skipa í heildaraflanum á að haldast óbreytt milli ára. Skötuselslögin mæla fyrir um nýja aðferð. Útgerðir, sem eiga hlutdeild í þeim 2.500 tonna skötuselskvóta, sem úthlutað var í haust fá ekkert af viðbótarkvótanum í sinn hlut. Hlutur þeirra í heildinni skerðist þar sem ríkið mun selja viðbótarkvótann fyrir 120 krónur kílóið. Ríkið gæti haft 240 milljónir í tekjur af þeirri kvótasölu, ef ráðherrann nýtti heimild sína til fulls. Andstæðingar kvótakerfisins telja að með skötuselslögunum sé áfanga náð í baráttu fyrir endurskoðun kerfisins. Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingu, segist vilja að viðbótarkvóta í öllum tegundum verði framvegis úthlutað með þessari skötuselsaðferð. „Fyrir þær aflahlutdeildir greiði útgerðin hóflegt gjald inn í sameiginlegan sjóð,“ segir hún. Tekjurnar eiga að nýtast í samfélagsleg verkefni. Árið 2007 var þorskkvóti skertur umtalsvert í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Vonir standa til að ástand stofnsins batni og að hægt verði að auka kvótann á ný. Hvaða aðferð verður þá beitt við úthlutun á viðbótinni? Núgildandi lög og yfirlýsing sjávarútvegsráðherra frá 2007 standa til þess að aflahlutdeild verði þar lögð til grundvallar. Útgerðin telur skötuselslögin skapa óvissu að þessu leyti. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að barátta fyrir óbreyttu aflahlutdeildarkerfi ráði mestu um andstöðu samtakanna við skötuselslögin og stöðugleikasáttmálann. „Þetta er grundvallaratriðið og númer eitt, tvö og þrjú frá okkar hendi,“ segir Friðrik. Að auki sé nú búið að lögfesta heimild til að ofveiða einn fiskistofn um 80 prósent umfram ráðgjöf Hafró. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira