Enski boltinn

Serbar vilja spila aftur gegn Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP

Knattspyrnusamband Serbíu mun fara fram á að leikur Serba við Ítalíu verði látinn fara aftur fram.

Liðin mættust á þriðjudagskvöldið og var blásinn af eftir aðeins sex mínútur vegna óláta stuðningsmanna Serbíu.

„Við munum hitta Michel Platini, forseta UEFA, þann 18. október og biðja um að leikurinn fari aftur fram," sagði Tomislav Karadzic, forseti sambandsins.

Hann sagði enn fremur að það hafi verið á ábyrgð ítalska knattspyrnusambandsins að ábyrgjast að umgjörð leiksins væri örugg og að leikurinn gæti farið fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×