Enski boltinn

Sjálfstraustið komið aftur í Torres

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Fernando Torres virðist vera farinn að finna sitt gamla form. Hann skoraði tvö góð mörk fyrir Spán í 4-0 sigrinum á Liechtenstein á föstudaginn.

Hann hafði aðeins skorað eitt mark í síðustu tólf landsleikjum og ekki náð að spila mikið fyrir Liverpool eftir HM í sumar.

Hann skoraði þó glæsilegt mark fyrir Liverpool um síðustu helgi. Landsliðsþjálfari hans, Vicente del Bosque, segir að Torres sé kominn með sjálfstraustið í gott lag.

"Hann skoraði ekki á HM en þessi mörk og þetta fyrir Liverpool um daginn eru góð fyrir móralinn og sjálfstraustið. Honum líður betur. Þetta er mjög gott fyrir hann og landsliðið," sagði þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×