Plötusnúður í verslunarrekstri 3. desember 2010 16:30 Natalie er ánægð yfir að vera komin í verslunarrekstur en búðin Altari sérhæfir sig í gæðalegum bómullarfatnaði. Fréttablaðið/Stefán "Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
"Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira