Fótbolti

Özil hlær að Englendingum: Farðu heim ef þú nennir ekki að vera á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Özil fagnar gegn Englandi.
Özil fagnar gegn Englandi. AFP
Þjóðverjinn Mesut Özil trúir því ekki að Englendingum hafi leiðst á milli leikja á HM. John Terry sagði að leikmönnum leiddist og Wayne Rooney tók í sama streng.

"Þetta er farið að verða leiðigjarnt," sagði Terry á blaðamannafundi á mótinu og Rooney sagðist vera kominn með nóg af pílu og snóker.

Özil gerir grín að Englendingum og skilur ekki hvernig þeim geti leiðst í Suður-Afríku, á stærsta viðburði ársins.

"Ef þér finnst stærsta mót í heimi leiðinlegt, ættirðu líklega ekkert að vera þar," sagði Özil réttilega.

"Að vinna England 4-1 var hápunkturinn til þessa, hvað sem fólk segir og skrifar eru Þjóðverjar stórþjóð í knattspyrnu og ein sú besta í heimi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×