Enski boltinn

Fran Merida samdi við Atletico Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fran Merida í leik með Arsenal.
Fran Merida í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Spánverjinn Fran Merida hefur hafnað samningstilboði Arsenal og skrifað undir fimm ára samning við Atletico Madrid í heimalandinu.

Merida er fæddur í Barcelona en gekk í raðir Arsenal árið 2007. Hann studdi þó Atletico Madrid sem strákur en hann er í dag 20 ára gamall.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hafði miklar mætur á Merida sem kom þó við sögu í aðeins sex deildarleikjum með liðinu. Hann skoraði í þeim eitt mark, í 2-0 sigri á Bolton í janúar síðastliðnum.

Atletico Madrid vann Evrópudeild UEFA í vor og mætir því nýkrýndum Evrópumeisturum Inter í árlegum leik um ofurbikar UEFA í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×