Fótbolti

Tévez skoraði tvö í sigri gegn Blackpool

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Carlos Tévez
Carlos Tévez Getty Images
Argentínumaðurinn Carlos Tévez var í aðalhlutverki þegar Manchester City hafði betur gegn Blackpool á útivelli í ensku úrvaldsdeildinni í dag, 2-3. Tévez skoraði tvö mörk í leiknum og var maðurinn á bakvið sigurinn hjá City.

Blackpool voru sprækir í leiknum og áttu leikmenn City í stökustu vandræðum með skemmtilegt lið heimamanna. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Tévez kom City yfir á 67. mínútu með laglegu marki.

Marlon Harewood kom inn á sem varamaður og jafnaði fyrir Blackpool með flottum skalla á 78. mínútu. Tévez var hins vegar aftur á ferðinni mínútu síðar og kom City aftur yfir. David Silva skoraði sitt fyrsta mark fyrir City á 90. mínútu en Gary Taylor-Fletcher náði að minnka muninni fyrir Blackpool í uppbótatíma.

City eru komnir í 2. sæti deildarinnar með sigrinum og eru með 17 stig eftir átta leiki. City er aðeins tveimur stigum á eftir forystusauðunum í Chelsea.

Blackpool - Man. City 2-3

0-1 Carlos Tévez (67.)

1-1 Marlon Harewood (78.)

1-2 Carlos Tévez (79.)

1-3 David Silva (90.)

2-3 Gary Taylor-Fletcher (90.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×