Enski boltinn

Cesc Fabregas: Við spiluðum frábæran fótbolta

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Fabregas í baráttunni í dag.
Fabregas í baráttunni í dag.
Fyrirliði Arsenal, Cesc Fabregas, var mjög ánægður með lið sitt eftir, 3-0, sigur gegn Manchester City í dag.

„Við spiluðum frábæran fótbolta í dag og það er erfitt að stoppa lið sem spilar á svona hraða. Við hefðum sigrað þá þó svo að þeir hefðu verið fimmtán og við bara ellefu inná vellinum," sagði fyrirliðinn sáttur eftir leikinn.

„Allan leikinn vildum við sækja og skapa okkur færi og það var mjög erfitt að stoppa okkur í dag, vorum algjörlega frábærir," sagði Cesc.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×