Fótbolti

Sneijder: Einstakt að komast í úrslit á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sneijder fagnar í kvöld.
Sneijder fagnar í kvöld.

"Þetta er algjörlega ótrúlegt. Þetta var virkilega erfiður leikur en ég er himinlifandi með sigurinn. Við gáfum fullmikið eftir í lokin og Úrúgvæ var ekki fjarri því að jafna," sagði Hollendingurinn Wesley Sneijder eftir leikinn í kvöld.

"Það var fyrir öllu að vinna leikinn. Öllum er sama um hvernig það er gert. Það mun taka tíma að átta sig á því að við séum komnir í úrslitaleikinn."

Sneijder vann þrjá stóra titla með Inter og getur bætt fjórða titlinum við á aðeins 67 dögum á sunnudag.

"Það gekk virkilega vel með Inter í vetur. Það er alltaf spennandi að spila úrslitaleik og það var mín stærsta upplifun að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikur HM slær þó allt út.

"Við erum svo nálægt því að vinna mótið núna. Við munum njóta augnabliksins áður en við förum að hugsa um úrslitaleikinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×