Enski boltinn

Tevez ætlar að ná leiknum gegn United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, ætlar sér að ná leiknum gegn United í ensku úrvalsdeildinni í næstu viku.

Tevez hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og dvalið síðustu vikuna í heimalandi sínu, Argentínu.

Til stóð að hann myndi koma til baka á mánudaginn síðastliðinn en hann fékk frest til að vera lengur og fá frekari aðstoð lækna ytra.

Hann mun líklega missa af leik City gegn West Brom um helgina en ætlar sér að spila í næstu viku.

„Ég hef í hyggju að vera í góðu ástandi fyrir leikinn gegn United. Ég hef trú á því að ég sé að komast í betra form. Um helgina mun ég fara í þrekpróf og við munum meta ástandið eftir það," sagði Tevez við enska fjölmiðla í dag.

City hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Arsenal og Manchester City, og liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Chelsea í fjórða sæti deildarinnar.

„Ég heyri allt það sem er í gangi hjá City og það var slæmt að við töpuðum þessum tveimur leikum. En tímabilið er langt og við munum aftur fá tækifæri til að færa okkur ofar í töflunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×