Vill stuðning ESB við krónuna Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2010 18:45 Utanríkisráðherra leggur áherslu á það í viðræðum Íslands við Evrópusambandið að krónan verði bökkuð upp af Seðlabanka Evrópu strax við aðild, áður en evran verði síðan tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Hann telur viðræðurnar taka lengri tíma en bjartsýnustu menn geri sér vonir um. Utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann reiknaði með að beinar samningaviðræður við Evrópusambandið um landbúnaðarmál gætu hafist fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust. En þetta eru þeir tveir málaflokkar sem allir eru sammála um að verði erfiðast að ná niðurstöðu um. Bjartsýnustu menn hafa talað um að viðræðum gæti lokið á stuttum tíma, eða um 18 mánuðum, vegna þess að Ísland hafi nú þegar innleitt um 70 prósent af löggjöf Evrópusambandsins. „Ég er nú bjartsýnismaður eins og þið vitið en ég held að þetta taki ekki svo stuttan tíma," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Íslenska samninganefndin muni láta reyna til þrautar á ýmis erfið mál varðandi sjávarútveginn. „Og ég held að það geri það að verkum að samningarnir verði lengri og erfiðari en margir gera ráð fyrir." Aðspurður segist hann þó frekar hafa reiknað með að samningum ljúki á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Og Össur leggur áherslu á að ef aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, gangi Íslendingar einnig í myntbandalagið og taki upp evruna. Enda muni það spara þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann segist hafa rætt það á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins í júlí, að Evrópusambandið kæmi að því áður en mögulegt væri að taka evruna upp að styðja við krónuna. „Þá reyndu menn að komast að niðurstöðu um með hvaða hætti Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu geti komið að því að dýpka íslenskan gjaldeyrismarkað. Það yrði strax partur að því að styrkja stöðuna hér heima og undirbúa upptöku evrunnar," segir utanríkisráðherra. Hann er sannfærður um að stuðningur við evrópusambandsaðild aukist þegar ávinningur aðildarinnar liggi fyrir. „Þegar fólk sér það mun þetta snúast í huga fólks, þegar menn fara raunverulega að sjá hvað þetta þýðir fyrir þeirra hagsmuni, líf og lífsgæði," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Skroll-Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Utanríkisráðherra leggur áherslu á það í viðræðum Íslands við Evrópusambandið að krónan verði bökkuð upp af Seðlabanka Evrópu strax við aðild, áður en evran verði síðan tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Hann telur viðræðurnar taka lengri tíma en bjartsýnustu menn geri sér vonir um. Utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann reiknaði með að beinar samningaviðræður við Evrópusambandið um landbúnaðarmál gætu hafist fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust. En þetta eru þeir tveir málaflokkar sem allir eru sammála um að verði erfiðast að ná niðurstöðu um. Bjartsýnustu menn hafa talað um að viðræðum gæti lokið á stuttum tíma, eða um 18 mánuðum, vegna þess að Ísland hafi nú þegar innleitt um 70 prósent af löggjöf Evrópusambandsins. „Ég er nú bjartsýnismaður eins og þið vitið en ég held að þetta taki ekki svo stuttan tíma," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Íslenska samninganefndin muni láta reyna til þrautar á ýmis erfið mál varðandi sjávarútveginn. „Og ég held að það geri það að verkum að samningarnir verði lengri og erfiðari en margir gera ráð fyrir." Aðspurður segist hann þó frekar hafa reiknað með að samningum ljúki á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Og Össur leggur áherslu á að ef aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, gangi Íslendingar einnig í myntbandalagið og taki upp evruna. Enda muni það spara þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann segist hafa rætt það á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins í júlí, að Evrópusambandið kæmi að því áður en mögulegt væri að taka evruna upp að styðja við krónuna. „Þá reyndu menn að komast að niðurstöðu um með hvaða hætti Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu geti komið að því að dýpka íslenskan gjaldeyrismarkað. Það yrði strax partur að því að styrkja stöðuna hér heima og undirbúa upptöku evrunnar," segir utanríkisráðherra. Hann er sannfærður um að stuðningur við evrópusambandsaðild aukist þegar ávinningur aðildarinnar liggi fyrir. „Þegar fólk sér það mun þetta snúast í huga fólks, þegar menn fara raunverulega að sjá hvað þetta þýðir fyrir þeirra hagsmuni, líf og lífsgæði," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Skroll-Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira