Enski boltinn

Balotelli gæti orðið stærri stjarna en Torres

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, er gríðarlega ánægður með landa sinn, Mario Balotelli, sem kom til félagsins á dögunum frá Inter á Ítalíu.

Mancini spáir því að Balotelli muni slá rækilega í gegn og verða stærri stjarna en Fernando Torres.

"Ég held að Balotelli geti orðið jafn góður og jafnvel betri en Torres. Það er af því að Torres getur bara spilað sem framherji en Balotelli getur spilað bæði sem framherji og kantmaður. Hann hefur líka annað viðhorf en Torres. Þetta eru samt tveir frábærir leikmenn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×