Umfjöllun: Blikar hvergi nærri hættir Elvar Geir Magnússon skrifar 29. ágúst 2010 13:54 Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri. Fyrri hálfleikurinn var ansi lítið fyrir augað. Blikar voru mjög varkárir og lágu lengra til baka en oftast áður, skiljanlegt enda menn staðráðnir í að láta slysið í síðasta leik ekki endurtaka sig. Annars var mikið um feilsendingar í fyrri hálfleiknum og fátt um fína drætti. Grétar Hjartarson fékk dauðafæri fyrir heimamenn strax á fyrstu mínútu en mikið fleiri voru færin ekki í fyrri hálfleiknum. Rétt fyrir hálfleikinn náðu gestirnir reyndar forystunni með laglegu marki frá Kristni Steindórssyni. Í seinni hálfleik réðu Blikar svo lögum og lofum. Guðmundur Kristjánsson bætti við öðru marki þeirra grænklæddu með hnitmiðuðu skot í bláhornið af löngu færi. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Grindvíkingar voru lítið að skapa sér enda án síns hættulegasta sóknarmanns, Gilles Mbang Ondo, en hann tók út leikbann. Varamaðurinn Andri Rafn Yeoman átti góða innkomu í Blikaliðið, lagði upp mark fyrir Kristinn og skoraði svo sjálfur glæsimark þegar hann skaut í slá og inn. Með 4-0 forystu fóru Blikar að slaka á klónni og Grindvíkingar náðu að laga stöðuna með mörkum frá varamönnunum Gjorgi Manevski og Emil Daða Símonarssyni en það kom of seint. Blikaliðið náði í seinni hálfleik að sýna þá flottu takta sem við höfum séð svo oft í sumar, léttleikandi með einnar snertinga fótbolta og síógnandi upp við mark andstæðingana. Varnarleikur hefur verið helsti styrkleiki Grindavíkur að undanförnu en liðið réði ekkert við spilamennsku Blika í seinni hálfleik. Margir héldu að Kópavogsliðið væri að kikna undan pressunni en miðað við spilamennskuna í kvöld er langur vegur frá. Það heldur áfram þátttöku sinni í þessari æsispennandi titilbaráttu af fullum krafti. Grindavík - Breiðablik 2-4 0-1 Kristinn Steindórsson (45.) 0-2 Guðmundur Kristjánsson (50.) 0-3 Kristinn Steindórsson (76.) 0-4 Andri Rafn Yeoman (79.) 1-4 Gjorgi Manevski (87.) 2-4 Emil Daði Símonarson (92.) Áhorfendur: 969 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4 Skot (á mark): 8-13 (6-9) Varin skot: Óskar 4 - Kale 4 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 7-3 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 5 Alexander Magnússon 4 Auðun Helgason 5 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Scott Ramsay 4 (61. Ray Anthony Jónsson 6) Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Óli Baldur Bjarnason 2 (72. Gorgi Manevski -) Grétar Hjartarson 4 (80. Emil Daði Símonarson -) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 (80. Árni Kristinn Gunnarsson -) Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 6 (65. Andri Rafn Yeoman 7) Guðmundur Kristjánsson 8 ML Jökull I Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 7 (77. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 8 Alfreð Finnbogason 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri. Fyrri hálfleikurinn var ansi lítið fyrir augað. Blikar voru mjög varkárir og lágu lengra til baka en oftast áður, skiljanlegt enda menn staðráðnir í að láta slysið í síðasta leik ekki endurtaka sig. Annars var mikið um feilsendingar í fyrri hálfleiknum og fátt um fína drætti. Grétar Hjartarson fékk dauðafæri fyrir heimamenn strax á fyrstu mínútu en mikið fleiri voru færin ekki í fyrri hálfleiknum. Rétt fyrir hálfleikinn náðu gestirnir reyndar forystunni með laglegu marki frá Kristni Steindórssyni. Í seinni hálfleik réðu Blikar svo lögum og lofum. Guðmundur Kristjánsson bætti við öðru marki þeirra grænklæddu með hnitmiðuðu skot í bláhornið af löngu færi. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Grindvíkingar voru lítið að skapa sér enda án síns hættulegasta sóknarmanns, Gilles Mbang Ondo, en hann tók út leikbann. Varamaðurinn Andri Rafn Yeoman átti góða innkomu í Blikaliðið, lagði upp mark fyrir Kristinn og skoraði svo sjálfur glæsimark þegar hann skaut í slá og inn. Með 4-0 forystu fóru Blikar að slaka á klónni og Grindvíkingar náðu að laga stöðuna með mörkum frá varamönnunum Gjorgi Manevski og Emil Daða Símonarssyni en það kom of seint. Blikaliðið náði í seinni hálfleik að sýna þá flottu takta sem við höfum séð svo oft í sumar, léttleikandi með einnar snertinga fótbolta og síógnandi upp við mark andstæðingana. Varnarleikur hefur verið helsti styrkleiki Grindavíkur að undanförnu en liðið réði ekkert við spilamennsku Blika í seinni hálfleik. Margir héldu að Kópavogsliðið væri að kikna undan pressunni en miðað við spilamennskuna í kvöld er langur vegur frá. Það heldur áfram þátttöku sinni í þessari æsispennandi titilbaráttu af fullum krafti. Grindavík - Breiðablik 2-4 0-1 Kristinn Steindórsson (45.) 0-2 Guðmundur Kristjánsson (50.) 0-3 Kristinn Steindórsson (76.) 0-4 Andri Rafn Yeoman (79.) 1-4 Gjorgi Manevski (87.) 2-4 Emil Daði Símonarson (92.) Áhorfendur: 969 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4 Skot (á mark): 8-13 (6-9) Varin skot: Óskar 4 - Kale 4 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 7-3 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 5 Alexander Magnússon 4 Auðun Helgason 5 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Scott Ramsay 4 (61. Ray Anthony Jónsson 6) Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Óli Baldur Bjarnason 2 (72. Gorgi Manevski -) Grétar Hjartarson 4 (80. Emil Daði Símonarson -) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 (80. Árni Kristinn Gunnarsson -) Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 6 (65. Andri Rafn Yeoman 7) Guðmundur Kristjánsson 8 ML Jökull I Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 7 (77. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 8 Alfreð Finnbogason 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira