Umfjöllun: Blikar hvergi nærri hættir Elvar Geir Magnússon skrifar 29. ágúst 2010 13:54 Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri. Fyrri hálfleikurinn var ansi lítið fyrir augað. Blikar voru mjög varkárir og lágu lengra til baka en oftast áður, skiljanlegt enda menn staðráðnir í að láta slysið í síðasta leik ekki endurtaka sig. Annars var mikið um feilsendingar í fyrri hálfleiknum og fátt um fína drætti. Grétar Hjartarson fékk dauðafæri fyrir heimamenn strax á fyrstu mínútu en mikið fleiri voru færin ekki í fyrri hálfleiknum. Rétt fyrir hálfleikinn náðu gestirnir reyndar forystunni með laglegu marki frá Kristni Steindórssyni. Í seinni hálfleik réðu Blikar svo lögum og lofum. Guðmundur Kristjánsson bætti við öðru marki þeirra grænklæddu með hnitmiðuðu skot í bláhornið af löngu færi. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Grindvíkingar voru lítið að skapa sér enda án síns hættulegasta sóknarmanns, Gilles Mbang Ondo, en hann tók út leikbann. Varamaðurinn Andri Rafn Yeoman átti góða innkomu í Blikaliðið, lagði upp mark fyrir Kristinn og skoraði svo sjálfur glæsimark þegar hann skaut í slá og inn. Með 4-0 forystu fóru Blikar að slaka á klónni og Grindvíkingar náðu að laga stöðuna með mörkum frá varamönnunum Gjorgi Manevski og Emil Daða Símonarssyni en það kom of seint. Blikaliðið náði í seinni hálfleik að sýna þá flottu takta sem við höfum séð svo oft í sumar, léttleikandi með einnar snertinga fótbolta og síógnandi upp við mark andstæðingana. Varnarleikur hefur verið helsti styrkleiki Grindavíkur að undanförnu en liðið réði ekkert við spilamennsku Blika í seinni hálfleik. Margir héldu að Kópavogsliðið væri að kikna undan pressunni en miðað við spilamennskuna í kvöld er langur vegur frá. Það heldur áfram þátttöku sinni í þessari æsispennandi titilbaráttu af fullum krafti. Grindavík - Breiðablik 2-4 0-1 Kristinn Steindórsson (45.) 0-2 Guðmundur Kristjánsson (50.) 0-3 Kristinn Steindórsson (76.) 0-4 Andri Rafn Yeoman (79.) 1-4 Gjorgi Manevski (87.) 2-4 Emil Daði Símonarson (92.) Áhorfendur: 969 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4 Skot (á mark): 8-13 (6-9) Varin skot: Óskar 4 - Kale 4 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 7-3 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 5 Alexander Magnússon 4 Auðun Helgason 5 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Scott Ramsay 4 (61. Ray Anthony Jónsson 6) Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Óli Baldur Bjarnason 2 (72. Gorgi Manevski -) Grétar Hjartarson 4 (80. Emil Daði Símonarson -) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 (80. Árni Kristinn Gunnarsson -) Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 6 (65. Andri Rafn Yeoman 7) Guðmundur Kristjánsson 8 ML Jökull I Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 7 (77. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 8 Alfreð Finnbogason 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri. Fyrri hálfleikurinn var ansi lítið fyrir augað. Blikar voru mjög varkárir og lágu lengra til baka en oftast áður, skiljanlegt enda menn staðráðnir í að láta slysið í síðasta leik ekki endurtaka sig. Annars var mikið um feilsendingar í fyrri hálfleiknum og fátt um fína drætti. Grétar Hjartarson fékk dauðafæri fyrir heimamenn strax á fyrstu mínútu en mikið fleiri voru færin ekki í fyrri hálfleiknum. Rétt fyrir hálfleikinn náðu gestirnir reyndar forystunni með laglegu marki frá Kristni Steindórssyni. Í seinni hálfleik réðu Blikar svo lögum og lofum. Guðmundur Kristjánsson bætti við öðru marki þeirra grænklæddu með hnitmiðuðu skot í bláhornið af löngu færi. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Grindvíkingar voru lítið að skapa sér enda án síns hættulegasta sóknarmanns, Gilles Mbang Ondo, en hann tók út leikbann. Varamaðurinn Andri Rafn Yeoman átti góða innkomu í Blikaliðið, lagði upp mark fyrir Kristinn og skoraði svo sjálfur glæsimark þegar hann skaut í slá og inn. Með 4-0 forystu fóru Blikar að slaka á klónni og Grindvíkingar náðu að laga stöðuna með mörkum frá varamönnunum Gjorgi Manevski og Emil Daða Símonarssyni en það kom of seint. Blikaliðið náði í seinni hálfleik að sýna þá flottu takta sem við höfum séð svo oft í sumar, léttleikandi með einnar snertinga fótbolta og síógnandi upp við mark andstæðingana. Varnarleikur hefur verið helsti styrkleiki Grindavíkur að undanförnu en liðið réði ekkert við spilamennsku Blika í seinni hálfleik. Margir héldu að Kópavogsliðið væri að kikna undan pressunni en miðað við spilamennskuna í kvöld er langur vegur frá. Það heldur áfram þátttöku sinni í þessari æsispennandi titilbaráttu af fullum krafti. Grindavík - Breiðablik 2-4 0-1 Kristinn Steindórsson (45.) 0-2 Guðmundur Kristjánsson (50.) 0-3 Kristinn Steindórsson (76.) 0-4 Andri Rafn Yeoman (79.) 1-4 Gjorgi Manevski (87.) 2-4 Emil Daði Símonarson (92.) Áhorfendur: 969 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4 Skot (á mark): 8-13 (6-9) Varin skot: Óskar 4 - Kale 4 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 7-3 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 5 Alexander Magnússon 4 Auðun Helgason 5 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Scott Ramsay 4 (61. Ray Anthony Jónsson 6) Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Óli Baldur Bjarnason 2 (72. Gorgi Manevski -) Grétar Hjartarson 4 (80. Emil Daði Símonarson -) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 (80. Árni Kristinn Gunnarsson -) Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 6 (65. Andri Rafn Yeoman 7) Guðmundur Kristjánsson 8 ML Jökull I Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 7 (77. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 8 Alfreð Finnbogason 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn