Íslenski boltinn

Helgi Pétur genginn til liðs við Þróttara

Ómar Þorgeirsson skrifar
Helgi Pétur í baráttunni með ÍA sumarið 2008.
Helgi Pétur í baráttunni með ÍA sumarið 2008. Mynd/Arnþór

Borgnesingurinn Helgi Pétur Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Þróttar en hann kemur til félagsins frá 1. deildarliði ÍA.

Hinn 26 ára gamli Helgi Pétur lék með yngri flokkum Skallagríms en gekk til liðs við Skagamenn árið 2002.

Helgi Pétur spilaði 21 leik með ÍA í 1. deildinni síðasta sumar og skoraði 2 mörk en hann getur spilað í vörn jafnt sem á miðjunni og er því góður liðsstyrkur fyrir Þróttara.

Helgi Pétur á að baki landsleiki með bæði U-19 og U-21 árs landsliðum Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×